Tíu mánuðum eftir að ráðuneyti flestra ríkja Evrópu tóku Egyptaland af varúðarlista fyrir vestræna ferðamenn sökum hryðjuverka í landinu árið 2015 hefur ferðamannafjöldi til landsins þrefaldast á augabragði.

Sólin engu síður yndisleg við Rauðahaf en Atlantshaf. Og töluvert ódýrari líka 😉

Sólin freistar fölbleikra Evrópubúa og það tók um það bil fimm mínútur frá því að stjórnarráð afléttu viðvörunum um ferðalög til Egyptalands til þess að hvert flugið á fætur öðru til landsins fylltust á augabragði.

Orsökin ekki eingöngu sú að sólþyrstir treysti ríkisstjórnum sínum hundrað prósent heldur ekki síður sú að verðlag á ferðamannastöðum Egyptalands hefur fallið hraðar en arfleifð Davíðs Oddsonar síðan sprengja grandaði rússneskri þotu síðla árs 2015. Enn þann dag í dag má finna gistingu á fimm stjörnu hótelum við Rauða hafið niður í fjögur þúsund krónur per nótt á margverðlaunuðum hótelvef okkar hér að neðan. Reyndu að finna slíkt tilboð á Kanarí 🙂

Við Íslendingar komumst auðvitað ekkert til Egyptalands nema stoppa í einhverri evrópskri stórborg fyrst. Sem er enginn mínus eins og margir telja. Þannig gefst færi á að slá tvær flugur í einu höggi: sól og sæla við Rauða hafið plús verslun og menning í evrópskri stórborg fyrir og eftir.

Ekkert slæmt við það 🙂