Það er óumdeilt meðal virtari vísindamanna að heimurinn okkar hlýnar hraðar en góðu hófi gegnir sem líklegt er að hafa ýmsar afdrifaríkar afleiðingar fyrir komandi kynslóðir. En fátt er svo með öllu illt…

Sumrin í Boston eru þessi dægrin indæl og þægileg en sjaldan óþægilega heit. En það er að breytast. Mynd mitulmdesai
Sumrin í Boston eru þessi dægrin indæl og þægileg en sjaldan óþægilega heit. En það er að breytast. Mynd mitulmdesai

Að því gefnu að það verði líf á jörðinni eftir 82 ár eða svo um aldamótin 2100 geta kaldir Íslendingar á því herrans ári huggað sig við eitt. Það er ívið styttra að fara á fínustu sólarstrendur á sumrin… í Boston.

Líkön gera nefninlega ráð fyrir að vestanhafs í Bandaríkjunum, haldi fram sem horfi, verði meðalsumarhitastig í hinni ágætu Boston í Massachusetts hið sama árið 2100 og er nú í Miami neðst á Flórídaskaganum.

Forvitnilegt að leika sér með þessar spár og ímynda sér kannski að einn góðan veðurdag verði það sem talið er híbýli Leifs Heppna á besta stað á L´anse aux Meadows á Nýfundnalandi yrði nú rifið til að byggja þar lúxushótel til að taka mót sólþyrstum frá Skandinavíu? En kannski verður engin þörf á sólarlandaferðum frá landi ísa og elda í framtíðinni því þar hlýtur hitastig líka að hækka allnokkuð næstu áratugina.

Ekki með öllu óhugsandi ef spár reynast réttar og skrambi stutt þangað til. Hér að neðan má sjá kort Climate  Central af því hvernig hitastig vestanhafs verður miðað við nýjustu loftslagsspár.

Leave a Reply