Niðurstaðan kemur þeim ekki á óvart sem gera verðsamanburð reglulega. Þið hin gætuð fengið smá sjokk.

Það er varla samkeppni hér í sumarferðunum samkvæmt úttekt Fararheill. Samsett mynd

Ferðaskrifstofur landsins keppast nú um hylli sólþyrstra næsta sumarið og velflestar þegar opinberað sumaráfangastaði sína, gististaði og verð. Sumar þeirra, sérstaklega Heimsferðir, auglýsa sérstaklega afslátt sé bókað strax í janúar og þar allt að hundrað þúsund króna afsláttur í boði fyrir fjölskyldu.

Fararheill tók að gamni þrjár stikkprufur á þremur mismunandi stöðum á þremur mismunandi dagsetningum næsta sumar hjá Heimsferðum annars vegar og Úrval Útsýn hins vegar en þessar tvær eru með þeim stærstu í bransanum hérlendis.  Samanburður er vægast sagt auðveldur því oft á tíðum eru þessir samkeppnisaðilar að bjóða sömu hótelin og sama flugið til sama staðar á sömu stundu.

Niðurstaðan vægast sagt ömurleg fyrir svikahrappinn Pálma Haraldsson og hans fólk hjá Úrval Útsýn. Eins og sjá má á meðfylgjandi töflu er Úrval Útsýn nánast úti á þekju í samkeppninni og þeir sem versla við Pálma svikara horfa á eftir töluvert meiri fjármunum fyrir sömu vöru og þjónustu en viðskiptavinir Heimsferða. Munurinn á einum stað vel yfir 100% hvorki meira né minna.

Sem kemur okkur ekkert á óvart. Einu sinni græðgiskall, alltaf græðgiskall.

* Úttekt gerð kl. 22 þann 14. janúar 2017. Leitað fyrst hjá Heimsferðum og svo að sams konar eða svipaðri ferð á sama tíma hjá Úrval Útsýn í kjölfarið. Hafa skal hugfast að Heimsferðir eru að bjóða sérkjör sé bókað strax í janúar en Úrval Útsýn býður ekkert slíkt.

DÆMI 1: Tvær vikur á Hotel Mediterraneo á Benídorm frá 9.-24. júní með öllu inniföldu fyrir tvo fullorðna.

DÆMI 2: Tíu dagar á Mallorca fyrir tvo fullorðna og tvö börn á Rosa Del Mar íbúðahótelinu 19.-29. júní með hálfu fæði.

DÆMI 3: Tíu nátta ferð til Tenerife 3.-13. júlí og gist á Bitacora með öllu inniföldu miðað við tvo fullorðna og tvö börn.