Okkur hjá Fararheill segir svo hugur um að ófáir einstaklingar myndu liggja heilu vikurnar undir brennandi sólinni ef sama fólk þyrfti ekki reglulega að eiga við sára verki vegna sólbruna. Í framtíðinni er það kannski möguleiki.

Dæmigerð lína eftir fyrsta daginn á ströndinni erlendis.
Dæmigerð lína eftir fyrsta daginn á ströndinni erlendis.

Vísindamenn margir virtir eru önnur kafnir við allt annað en finna lyf við malaríu eða lækna kvef. Einn slíkur er taugasérfræðingurinn Wolfgang Lietdtke hjá Duke háskóla í Bandaríkjunum en sá mæti maður er virtur í sínu fagi og hefur verið lengi.

Karl segist nú hafa fundið leið til að loka á sársauka fólks þegar húðin brennur. Sársaukinn í raun ekki annað en skilaboð til heila þess efnis að hörundið sé að brenna en sólbruni er allnokkuð alvarlegri en margir telja og slæmur sólbruni getur haft varanleg áhrif á líkamann alla ævi fólks. Djúpur bruni hefur verið tengdur við æxlismyndun og krabbamein í húð fyrir utan sjáanlegar brunaskemmdir á hörundinu.

Hvað sem því líður telur vísindamaðurinn Liedtke þess ekki langt að bíða að hægt verði að framleiða pillu eða krem sem blokkerar þá sameind sem kemur sársaukaferli af stað þegar húðin brennur.

Við erum efins um að þessi uppgötvun vinni Nóbelinn enda varla gáfulegt að hundsa boð frá líkamanum í tilfellum sem þessum. En morgunljóst að allnokkrir þarna úti tækju slíkri pillu fegins hendi.