Tíminn gæti verið réttur þessa stundina fyrir alla þá þarna úti sem hafa látið sig dreyma um að eyða tíma á hinni ítölsku Sikiley. Gegnum Bretland er nú komist þangað í ágætt en sérstakt vikufrí á sérdeilis fínum prís.

Langar þig að kynnast Sikiley? Tækifærið gæti verið núna. Mynd Roberto La Foglia
Langar þig að kynnast Sikiley? Tækifærið gæti verið núna. Mynd Roberto La Foglia

Vikuferðir til þessarar fögru eyju eru nú í boði á tæplega 40 prósenta afslætti frá hefðbundu verði og eins og það sé ekki nóg fylgir æði mikið með í pakkanum. Flugið vitaskuld, bílaleigubíll og gisting á fjórum fjögurra stjörnu hótelum.

Fjögur hótel á einni viku hljómar kjánalega og lítt afslappandi en það er einmitt það sem gerir ferð þessa sérstaka. Hugmyndin er nefninlega ekki að hanga bara, drekka bjór og brenna á næstu sandströnd heldur að sjá eynna og kynnast hefðum og venjum.

Lesa má allt um þetta hér en kannski stærstu kosturinn sá að afsláttarkjörin þýða að við getum fengið ferðina á hefðbundnu verði að meðtöldum flugfargjöldum héðan og heim aftur. Og síðan hvenær hefur góð vikustund á Sikiley fyrir kringum 220 þúsund krónur á par eða hjón talist dýrt 😉