Hann er þekktari fyrir knattleikni og markaskorun en viðskipti en kannski það breytist næstu ár og áratugi. Allavega veit Cristiano Ronaldo ekki aura sinna tal og nú ætlar kappinn að opna fjögur hótel í fjórum borgum ár næstu tveimur árum.

Ronaldo og einn ríkasti hóteleigandi Portúgal í eina sæng.
Ronaldo og einn ríkasti hóteleigandi Portúgal í eina sæng.

Knattspyrnugoðið ætlar í samstarf við stærsta hóteleiganda á Madeira, þar sem Ronaldo fæddist, og það með stæl og bravúr. Stjarnan hendir 4.6 milljörðum króna í pakkann til að opna hótel á Times Square í New York, á Gran Vía í Madríd, eitt hótel í Funchal á Madeira og eitt stykki í Lissabon.

Nafnið á hótelunum, sem auðvitað verða fimm stjörnu lúxushótel, á ekki að koma neinum á óvart: CR7. Og karl ætlar sjálfur að sjá að hluta um arkitektúrinn sem tekur væntanlega mið af glæstum ferli Ronaldos á knattspyrnuvellinum ef fregnir af sjálfsdýrkun kappans eru réttar.

Þangað til er sjálfsagt að skoða hótelbókunarvef Fararheill sem er þrefaldur heimsmeistari í góðri þjónustu og botnverði 🙂