Látum okkur nú sjá. Hvenær ætli sé best að halda árshátíð hjá vinsælu flugfélagi? Byrjun febrúar er príma kostur enda veður ekkert válynd á þeim tíma…

Verri gat tímasetningin ekki verið hjá Wow Air en það pínulítið fyrirséð.

Á sama tíma og fleiri hundruð viðskiptavina flugfélagsins Wow Air voru strandaglópar hér og þar í heiminum sökum veðurs á farsæla Fróni var meirihluti starfsfólks flugfélagsins að djamma eins og 1999 á árshátíð fyrirtækisins.

Margt gerir Skúli Mogensen, eigandi Wow Air, vel. Annað gerir hann illa. Í seinni flokkinn fellur sannarlega að bjóða staffinu í feitt partí sömu helgi og tugum flugferða er aflýst vegna veðurs og yfir þúsund viðskiptavinir með hjarta í buxum á meðan fá varla tíma dagsins hjá þjónustuverinu.

Nú erum við hér ekki að setja út á árshátíð eða veislur Wow Air per se. Guð veit að starfsfólkið þar þarf sitt frí og djammerí eins og starfsmenn annarra fyrirtækja. En við setjum klárlega risastórt spurningarmerki við að halda risapartí í mánuði sem er þekktur frá aldaöðli fyrir að vera dyndóttari en andskotinn á sterum.

Gáfulegra að henda í partí í byrjun maí ekki satt? Það er að segja ef ánægja viðskiptavina skiptir fyrirtækið einhverju máli…

 

Vitaskuld sá enginn fyrir að lægð dauðans leggðist yfir landið akkurat sömu helgina og Wow Air skaut í partí. En það er til nokkuð sem heitir líkindareikningur og byggt á þeim fræðum sæmilega hægt að skjóta á að slæmt veður getur sett feitara strik í febrúarreikninginn en Donald Trump með aðgang að kjarnorkusprengjum.

Afar dapurt prógramm hjá herra Mogensen. Ekki síðri mínus að hóta viðskiptavinum þegar farið er fram á nafn þeirra sem veita engar upplýsingar. Spurning hvort það samrýmist íslenskum lögum.