G estný Kolbeinsdóttir er þroskaþjálfi og býr í Kópavogi. Hún er hluti af stórum hóp vina sem mikið ferðast saman og þá helst til framandi staða. Fyrir nokkru fór hópurinn saman í ferðalag til Perú.

Inkaborgin fræga í Perú var einn áfangastaða

Inkaborgin fræga í Perú var einn áfangastaða Gestnýjar Kolbeinsdóttur. Mynd phillster01288

Eftirminnilegasta ferðin er þegar gönguhópurinn hélt saman til Perú í S.Ameríku fyrir nokkrum árum.

Við byrjuðum á því að fljúga til Lima og ferðuðumst mikið um landið þar sem landslagið er ótrúlega fjölbreytt, bæði sandeyðimerkur og fallegar eyjur með miklu og framandi dýralífi.

Við heimsóttum forna inkaborg sem sem heitir Machu Picchu og er ein af fáum borgum sem varðveittist því að það var reynt að eyða allri menningu inkanna. Þessi borg fannst eftir að hafa verið týnd í um fjögur hundruð ár. Þetta er óskaplega fallegt umhverfi, borgin er byggð á stöllum og þetta eru steinhús sem hafa varðveist nokkuð vel.

Við gengum heila dagleið á svo kölluðum inkastíg og manni fannst maður bara komin út úr öllu. Þá komum við allt í einu að stað með svona dúndrandi rokktónlist og kók sjálfsali og alveg eins og maður væri dottin inn í vestrænt umhverfi og svo labbaði maður aðeins áfram og var komin út í frumskóginn og þessa gömlu fornu stíga því að það var ekkert hægt að komast að borginni öðruvísi en labbandi eða með þyrlu.

Þegar við vorum svo á heimleið frá Perú lentum við í leiðinlegri reynslu því að rútufyrirtæki voru að mótmæla og það voru kveiktir eldar við veginn og settir upp vegatálmar og reynt að tefja það að rútan kæmist á flugvöllinn. Þegar við komum lokst út á völl var verið að loka vélinni okkar og við misstum af henni. Við gátum samið við fararstjórann og bílstjórann um að keyra okkur til annarrar borgar þar sem við gátum fengið flug heim. En það var óþægilegt að vera þarna í fjöllunum og sjá þessar mótmælaaðgerðir. Þetta var mikil lífsreynsla.