Þar er ekki hægt að ganga að snjó vísum fremur en í Bláfjöllunum okkar en það kemur velflestum á óvart að það er raunverulega hægt að skíða á hinni annars brennheitu Tenerife.

Sé snjór nægur er sannarlega hægt að skíða í brekkum Teide áa Tenerife.
Sé snjór nægur er sannarlega hægt að skíða í brekkum Teide á Tenerife.

En kannski ætti það ekki að koma á óvart þekki fólk eyjuna aðeins. Hér er jú hæsta fjall Kanaríeyja, 3.718 metra hátt, og jafnframt hæsta fjall Spánar. Eldfjall sem nánar tiltekið gaus síðast fyrir rétt rúmum hundrað árum síðan. Eldfjallið Teide.

Margir hafa lagt leið sína á topp þess í göngu- eða fjallaferðum og margir aðrir latir eða þreyttir látið lyfta sér upp í kláfum líka. Þeir hinir sömu hafa kannski rekið augun í nokkrar skíðalyftur sem finnast í brekkum Teide fyrir ofan bæinn La Orotava norðanmegin fjallsins. Reyndar gott betur en lyftur. Hér er líka dýrindis skíðastökkpallur.

Já. Hér er sannarlega skíðasvæði en þó eðlilega með þeim formerkjum að hér sé nægur snjór. Það er dálítið upp og niður hversu mikið snjóar á Teide milli ára en snjóþykkt þarf að ná ákveðnu lágmarki til að opnað sé fyrir skíðafólk í brekkurnar. Gróft sagt er það desember og janúar sem oftast gefa tækifæri til að prófa brekkur Tenerife.

Lítið mál er að leigja skíða- eða brettabúnað ef svo vill til að Teide er þakið snjó. Lyfturnar fjórar eru líka einfaldar og auðveldar og varla þarf að fjölyrða um útsýnið úr brekkunum. Héðan sést meira að segja yfir til Kanarí á góðviðrisdegi. Og bjórinn bragðast eiginlega betur eftir brun niður skíðabrekkur en á sundlaugarbarnum á Playa de las Americas.

Hér má fylgjast með hvort sé opið og þá hvenær.