Ferðaskrifstofur keppast nú um að kynna sumarleyfisferðir næsta sumar og góðu heilli er þar að finna fjölbreyttari ferðir en verið hefur raunin lengi. Meðal annars er Mallorca á dagskrá á ný en enginn er þó að bjóða vikudvöl þar með öllu kringum hundrað þúsund kallinn á kjaft.

Strönd Alcudia á norðurhluta Mallorca. Mynd Christian Bortes
Strönd Alcudia á norðurhluta Mallorca. Mynd Christian Bortes

Lægsta verð á vikuferð til Mallorca á þriggja stjörnu hóteli sem við finnum á vef Úrval Útsýn kostar manninn 167.440 krónur eða alls 334.880 þúsund á hjón eða par í júnímánuði. Það reyndar í beinu flugi svo það sé tekið fram.

Nema að til Mallorca er einnig komist í vikutíma gegnum Gatwick á tilboðsverði með breskri ferðaskrifstofu og þar líka þriggja stjörnu pakki plús allt innifalið allt niður í 70 þúsund krónur á mann eða 140 þúsund samtals. Í því tilfelli dvalið við strönd Alcudia sem einhverjir Íslendingar þekkja af eigin raun.

Það heillar nú kannski fáa nema rómantík sé í loftinu en til Alcudia er líka hægt að komast um miðjan maí niður í 49 þúsund á mann með öllu inniföldu.

En í báðum tilfellum þarf fólk að koma sér til Gatwick héðan og svo heim aftur og ef við plúsum þetta tvennt og gefum okkur að við finnum fram og aftur flug héðan kringum 30 þúsund krónur er heildarkostnaður á par í júní alls 200 þúsund krónur. Sem er, ef okkur var kennt rétt í stærðfræðitímum í denn, 134 þúsund krónum lægra en það allra besta sem Úrval Útsýn er að bjóða upp á. Það er ágætt tímakaup fyrir eina millilendingu ef þú spyrð okkur.

Nánar hér.