Þá er það staðfest! Dvöl við strönd og nálægt sjó hefur mun meiri slakandi áhrif á manneskjur en hangs á fjöllum, í sveit eða borgum og það alveg burtséð frá aldri.

Manneskjan slappar mun betur á innra með sér við sjó en í sveit eða borgum samkvæmt nýrri rannsókn
Manneskjan slappar mun betur á innra með sér við sjó en í sveit eða borgum samkvæmt nýrri rannsókn

Þetta eru niðurstöður viðamikillar rannsóknar breska Sálfræðingafélagsins, British Psychological Society, sem könnuðu áhrif mismunandi staða á líðan fólks og kom þar bersýnilega í ljós að fólk sem dvaldi við sjávarsíðu náði mun meiri slökun og kyrrð í hjarta en hinir sem þvældust um í borgum eða í fjallasölum.

Líklegast litlar fréttir fyrir marga sem þekkja þetta á eigin skinni en gæti haft nokkuð að segja fyrir þann fjölda fólks sem æðir árlega erlendis með fjölskylduna til slaks og ráðagerða en kemur jafnan heim aftur órólegri og stressaðri en við brottför.

Það er nefninlega æði erfitt að slaka á erlendis oft á tíðum og þá ekki síst með heila fjölskyldu á framfæri eins og gjarnan er raunin. Þá er óhætt að sleppa sveita- og borgarferðum og njóta lífsins í fallegu flæðarmáli á skemmtilegri strönd.

Ekki voru rannsakendur með á hreinu hvers vegna sjávarloft og niður fer svo vel í alla eins og raun ber vitni eða hvers vegna það hefur meiri slakandi áhrif en dvöl í sveit eða borgum. En staðreynd er það engu að síður samkvæmt þessari rannsókn.