Dreymi ykkur um dúllerí í höfuðborg Malasíu gæti tækifærið verið núna. Vefmiðillinn Fly.com er að bjóða allmörg flugsæti fram og aftur til Kuala Lumpur í nóvember og desember frá London niður í 66 þúsund krónur báðar leiðir.

Ahhhhh. Spennandi borg á ódýran máta þegar vetur kreppir hér heima.
Ahhhhh. Spennandi borg á ódýran máta þegar vetur kreppir hér heima.

Það er stórgott verð alla leið til Malasíu en hefðbundið verð á slíku flugi er nær því að vera kringum 90 til 100 þúsund krónur hjá flestum flugfélögum.

Um er að ræða ferðir frá einni viku og upp í tæpar fjórar og nóg af pökkum eftir þegar þetta er skrifað. Hér má hafa í huga að ekki þarf neina óskaplega vegalengd frá Kuala Lumpur til að komast til Tælands ef það land er hátt skrifað hjá lesendum. Sama gildir um Balí. Þangað er ekki langt flug frá Malasíu heldur.

En hvers vegna ættirðu að gera það. Malasía er ekki ómerkilegri áfangastaður en Tæland eða Indónesía og ógrynni forvitnilegra hluta að gera og skoða hér líka.

Tilboð Fly.com hér en auðvitað þarf að bæta ofan á þetta flugi frá Íslandi og heim aftur. Og sem fyrr, finnur þú lægsta verð á topphótelum hér að neðan.