Þetta engar fréttir fyrir þá lesendur okkar sem verið hafa okkur samferða síðustu árin enda við minnt reglulega og rækilega á málið. En fyrir hina sem nýsestir eru að þeim guðaveigum sem við berum reglulega á borð er óhætt að kveða góða vísu einu sinni enn.

Vitleysa hin mesta að kaupa siglingar gegnum íslenskar ferðaskrifstofur. Nema þú elskir að borga meira en þú þarft.. Mynd Psg

Hvað erum við að fara eiginlega?

Ja, hvernig hljómar 30% afsláttur af næstu skemmtisiglingu með hinu sívinsæla Royal Caribbean? Eða níutíu þúsund króna afsláttur af næstu lúxus ferjusiglingu um evrópskar ár? Eða þá ókeypis uppfærslu í betri klefa um borð í skipum Cunard skipafélagsins?

Neibb. Þú finnur engin slík tilboð hjá innlendum ferðaskrifstofum. Þar er uppsett verð á hinum og þessum siglingunum jafn ósveigjanlegt og dauðinn og ríkisskattstjóri. Það jafnvel þrátt fyrir að nokkrar innlendar ferðaskrifstofur státi sig af „umboðum“ og „sérkjörum“ hjá hinum og þessum aðilum.

Ágætt dæmi um þetta hið bardaríska fyrirtæki AmaWaterways sem Úrval Útsýn þykist hafa náð ofurgóðum samningum við. Ekki er staffið hjá ÚÚ þó að benda áhugasömum á að hafi einhleypir einstaklingar áhuga á ljúfri siglingu eins og hinir, þá er slíkt í boði hjá AmaWaterways þeim alfarið að kostnaðarlausu í tilteknar siglingar allt þetta ár. Það merkir að einhleypir greiða ekkert aukalega fyrir að vera sóló í káetu. Það er sparnaður upp á tugþúsundir hið minnsta. Allt um það hér.

Rómantískt og ljúft í meira lagi. Siglingar laða oft fram það allra besta í fólki.

Sé landinn fyrir siglingar um ókunnar og freistandi slóðir í Asíu þykir ferjufyrirtækið Pandaw gott til brúksins samkvæmt vefmiðlum. Þar á bæ gera menn extra vel við fjölskyldur með börn og ganga svo langt að leyfa öllum börnum innan átján ára aldurs að sigla frítt með foreldrum sínum. Það jafnvel í eigin káetu við hlið foreldranna. Klárlega til eftirbreytni og aftur sparnaður um tugi þúsunda króna að lágmarki. Meira um það hér.

Lítið gaman að gluggalausum klefa á stærð við frímerki þegar siglt er um heimsins höf á risafleyum samtímans. En stundum gefur veskið ekki færi á öðru ef sigling er á annað borð á óskalistanum. Þjóðráð gegn slíku gæti verið að eiga viðskipti við skipafélögin HollandLine eða Cunard. Bæði skipafélög sigla tvers og kruss um heimskringluna og bæði bjóða nú tímabundið ókeypis uppfærslu í betri káetu svo lengi sem bókað er eigi síðar en í lok þessa mánaðar. Káeta með glugga eða jafnvel svölum þúsundfalt ljúfari kostur en gluggalaust helvíti. Meira um það hér og hér.

Hagsýnt fólk sparar vitaskuld ætíð meira en hinir. Og fyrir þá sem lifa fyrir siglingar er óvitlaust að kíkja inn á vef Azamara skipafélagsins. Skipafélagið er þessa stundina og fram til lok febrúar helmings afslátt af fargjaldi farþega númer tvö ef bókuð er dýrari káeta. Með öðrum öðrum: makinn eða ástvinurinn pungar út helmingi þess sem fullt far kostar. Það gæti verið töluvert verra. Meira hér.

Enn eitt ferjufyrirtækið sem er að gefa ljúfa afslætti af enn ljúfari siglingum er fyrirtækið Scenic sem sérhæfir sig í siglingum um ár Evrópu. Bókir þú túr eigi síðar en 15. febrúar gæti afsláttur per haus miðað við hjón eða par numið 80 til 130 þúsund krónum. Hvern munar ekki um það? Frekari upplýsingar hér.

Royal Caribbean á marga aðdáendur hérlendis enda skip þeirra talin með þeim allra flottustu í skemmtisiglingabransanum. Þar á bæ er hægt að negla töluverðan fjölda ferða á 30% afslætti ef bókað er beint fyrir lok þessa mánaðar. Þrjátíu prósent hljómar ekki stórmerkileg upphæð á auglýsingaskilti í ávaxtadeildinni í Hagkaupum en á risavöxnu skemmtiferðaskipi þar sem ferðir kosta hundruð þúsunda króna munar sannarlega um slíkan afslátt. Allt um það hér.

Ekki gleyma svo að setja læk við okkur á fésbókinni. Við skjótum reglulega dúndurtilboðum á borð við þessi að lesendum okkar 🙂