Skip to main content

Það sem tekur Sigurð Inga „einhvers staðar verður að geyma peningana” Jóhannsson framsóknarplebba, áratugi að koma á koppinn tekur stjórnvöld á Nýja-Sjálandi rétt tæplega eitt og hálft ár. Komugjöld á alla erlenda ferðamenn taka þar gildi þann 1. júlí næstkomandi.

Eitt af fallegri löndum heims eins og Ísland. Mynd Rob Suisted,

Hér rúmlega ársgömul frétt Viðskiptablaðsins þess efnis að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra ætli nú all-in að leggja á komugjöld á erlenda ferðamenn til landsins. Þess sé þörf til að Íslendingar þurfi ekki einir saman að greiða tugmilljónir aukalega í skatta og skyldur til að erlendir ferðamenn geti nú ekið um almennilega vegi og tvöfaldar brýr og jafnvel utanvega án þess að greiða nema klink eða kanil.

Alas, ekkert bólar á komugjöldum á ferðamenn og varla minnst á málið í fjölmiðlum síðan í mars 2018. Sem bendir til þess að Sigurður Ingi sé sami ræfillinn og aðrir framsóknarmenn á undan honum. Lofum ýmsu en stöndum við fátt…

Öðru gegnir um stjórn hinnar vinsælu Jacindu Ardern á Nýja-Sjálandi. Það land einnig geysivinsælt síðustu árin meðal ferðafólks sökum mikillar náttúrufegurðar og það tók hinn nýja forsætisráðherra aðeins rúmt ár að smella komuskatti á alla sem áhuga hafa að heimsækja landið. Frá og með 1. júlí næstkomandi greiða allir erlendir ferðamenn rúmar 2.800 krónur bara fyrir að stíga fæti á Nýsjálenska jörð.

Þó það nú væri. Ísland og Nýja-Sjáland eru BMW og Mercedes í ferðamannatilliti. Og hver borgar ekki meira fyrir BMW eða Benz en Toyota Aygo eða Fiat Tipo…