Lofthræddir einstaklingar vita sem er að fátt er meira spennandi, ef menn hafa sig í það, en að takast á við þann ótta og hugsa ekki tvisvar um. Þannig hafa æði margir náð tökum á hræðslu sinni.

En það getur verið tvennt ólíkt að taka þægilega lyftu upp í efsta útsýnispall Eiffel turnsins í 276 metra hæð yfir jörðu og að visvitandi fara út á ystu nöf. Eins og til dæmis er raunin í allsérstökum skemmtigarði á efstu hæð Stratosphere hótelsins í Las Vegas. Þar gefst fólki færi að príla upp í þrjú mismunandi tæki sem öll ýkja hugsanlega lofthræðslu til mikilla muna.

Fararheill hefur tekið saman sex staði sem opnir eru almenningi, oftast fyrir gjald, og munu líklegast hræða úr þér mestu líftóruna jafnvel þó þú játir það aldrei.

Insanity í Vegas

Á efstu hæð Stratosphere hótelsins í Las Vegas í 277 metra hæð yfir jörðu er hægt að príla um borð í tækið Insanity. Það tæki sendir áhugasama út yfir topp byggingarinnar svo þátttakendur fá á tilfinninguna að þeir hangi í lausu lofti. Til að bæta gráu ofan á svart þá rennur farþegasleðinn til og frá til að skapa enn meiri stemmningu eða hræðslu eftir því hver á í hlut.
Á efstu hæð Stratosphere hótelsins í Las Vegas í 277 metra hæð yfir jörðu er hægt að príla um borð í tækið Insanity. Það tæki sendir áhugasama út yfir topp byggingarinnar svo þátttakendur fá á tilfinninguna að þeir hangi í lausu lofti. Til að bæta gráu ofan á svart þá rennur farþegasleðinn til og frá til að skapa enn meiri stemmningu eða hræðslu eftir því hver á í hlut.

CN Turninn Toronto

Séu 277 metrar bara fyrir aumingja að þínu mati gæti verið sniðugt að taka þátt í brúngöngu, Edgewalk, á CN turninum í Toronto í Kanada. Þar er gestum boðið upp á að ganga á brún þess turns bundin í kaðal og þess vegna stökkva framaf ef sá gállinn er á fólki. Til jarðar eru ekki nema 356 metrar.
Séu 277 metrar bara fyrir aumingja að þínu mati gæti verið sniðugt að taka þátt í brúngöngu, Edgewalk, á CN turninum í Toronto í Kanada. Þar er gestum boðið upp á að ganga á brún þess turns bundin í kaðal og þess vegna stökkva framaf ef sá gállinn er á fólki. Til jarðar eru ekki nema 356 metrar.

Loftbrúin í Dachstein

Svalir Alpanna er þessi brú kölluð meðal gárunga en stálbrú þessi skjagar 40 metra út í tómið á 249 metra háum Hunerkogel klettinum í Dachstein í austurrísku Ölpunum. Ekki nóg með það heldur er kletturinn sá í efstu hlíðum fjalls sem er tæplega 2,7 kílómetrum yfir sjávarmáli.
Svalir Alpanna er þessi brú kölluð meðal gárunga en stálbrú þessi skjagar 40 metra út í tómið á 249 metra háum Hunerkogel klettinum í Dachstein í austurrísku Ölpunum. Ekki nóg með það heldur er kletturinn sá í efstu hlíðum fjalls sem er tæplega 2,7 kílómetrum yfir sjávarmáli.

Himnaför í Ástralíu

Hæsta byggingin á Gullnu ströndinni í Queensland í Ástralíu er Q1 byggingin. Efst á henni er göngupallur upp stálvirki byggingarinnar og hæst komist í 230 metra hæð yfir jörðu.
Hæsta byggingin á Gullnu ströndinni í Queensland í Ástralíu er Q1 byggingin. Efst á henni er göngupallur upp stálvirki byggingarinnar og hæst komist í 230 metra hæð yfir jörðu.

Kláfurinn yfir Royal Gorge

Alla jafna er nógu spennandi að rétt kíkja yfir brúnina í Miklugljúfrum í Kolóradó. Á einum stað, Royal Gorge er í boði að fara yfir í kláfferju en niður á botn gljúfursins eru aðeins 292 metrar.
Alla jafna er nógu spennandi að rétt kíkja yfir brúnina í Miklugljúfrum í Kolóradó. Á einum stað, Royal Gorge er í boði að fara yfir í kláfferju en niður á botn gljúfursins eru aðeins 292 metrar.

Sund á ystu nöf í Singapore

Varla er til betra útsýni úr nokkurri sundlaug en þeirri á efstu hæð Sands Skypark hótelsins í Singapore. Sundlaugin á efstu hæðinni er í 199 metra hæð yfir jörðu
Varla er til betra útsýni úr nokkurri sundlaug en þeirri á efstu hæð Sands Skypark hótelsins í Singapore. Sundlaugin á efstu hæðinni er í 199 metra hæð yfir jörðu