Fararheill hefur löngum verið legið á hálsi fyrir að vera neikvæðari en Guðbjartur Jónsson í Sumarhúsum.

Óvissan skapar spennu sem gerir alls konar ferðalög svo miklu minnistæðari en ella. Ekki gleyma því.
Óvissan skapar spennu sem gerir alls konar ferðalög svo miklu minnistæðari en ella. Ekki gleyma því.

Það má vera en við erum líka skjót til að lofa það sem lofs er vert og það á við um grein í Morgunblaðinu um íslenska konu sem reif sig upp frá Keflavík og lærði að þegar fólk hefur ekkert nema tvær appelsínur þá er samt hægt að búa til appelsínusafa.

Grein Sunnu Óskar Logadóttir fjallar um Díönu Ellertsdóttur sem horfði erfiðleikana beint í augun og hélt af stað til Kenía í Afríku með manni sínum. Þar hafði hún ekki lengi verið þegar hún kom auga á tækifæri og rekur í dag vinsælan veitingastað og nýtur lífsins.

Við hvetjum fólk til að lesa greinina hér, ekki aðeins til að njóta heldur og til að muna að við erum aldrei meira lifandi en þegar hvert og eitt okkar arkar út í óvissuna. Þannig ferðir eru langbestu ferðir sem hægt er að upplifa á okkar stuttu ævi.