Eftirfarandi er listi sem ritstjórn hefur tekið saman um mörg af helstu skipafélögum og ferðaskrifstofum heims sem sérhæfa sig í skemmtiferðum á heimsins höfum og ám.

Er þetta ekki lífið eins og það á að vera fyrir okkur öll?
Er þetta ekki lífið eins og það á að vera fyrir okkur öll?

Listinn er ekki í neinni sérstakri röð og er heldur ekki tæmandi. Ekki reyndist fýsilegt að skipta listanum niður í svæði þar sem mörg skipafélaganna bjóða siglingar hingað og þangað um veröldina.

Sé skemmtiferðasigling á stefnuskránni getum við ekki mælt meira með því að skoða sem flesta möguleika því verðmunur getur verið æði mikill á keimlíkum ferðum. Skipafélögin bjóða oftast, en ekki alltaf, bestu verð á eigin vef.