Viti menn! Skandinavíska flugfélagið SAS er að bjóða okkur lang hagstæðustu fargjöldin til og frá Kaupmannahöfn í næsta mánuði samkvæmt úttekt Fararheill. 

Menn aldeilis að girða sig í brækur hjá SAS okkur í hag.
Menn aldeilis að girða sig í brækur hjá SAS okkur í hag.

SAS hefur hingað til ekki verið þekkt fyrir dúndurlág fargjöld svona heilt yfir þó á því séu einstöku undantekningar. En samkvæmt úttekt okkar á þremur handahófskenndum dagsetningum í septembermánuði er SAS ekki aðeins og pakka Icelandair saman heldur líka Wow Air. Geri aðrir betur.

Þetta má glöggt sjá á meðfylgjandi töflu sem sýnir fargjöld fram og aftur frá Keflavík til Köben á þremur mismunandi dagsetningum sem valdar voru af handahófi. Í öllum tilvikum er SAS að bjóða lægsta verðið og í einu tilfelli er fargjald SAS 120 prósent lægra en fargjald Icelandair.

* Leitað á sama tíma á bókunarvélum allra flugfélaganna kl. 21.00 þann 19. ágúst 2016. Tösku bætt við hjá Wow Air því taska fylgir með hjá hinum tveimur. Hafa skal hugfast að verðbreytingar eru örar hjá öllum flugfélögunum.