Skip to main content

Fararheill hefur um árabil bent áhugasömum á hinar og þessar skemmtisiglingar sem ekki kosta manninn húð og hár. Full ástæða til enda duglega lagt á skemmtisiglingar af hálfu íslenskra ferðaskrifstofa almennt. En ekki alveg hjá öllum.

Sumar og sól og það í miðjum febrúar? Ekkert mál gott fólk.

Sumar og sól og það í miðjum febrúar? Ekkert mál gott fólk.

Ein ferðaskrifstofa sem ansi vel er að bjóða og það aftur og aftur er Norræna ferðaskrifstofan sem oft fer lítið fyrir þó um sé að ræða umboðsaðila ferjunnar Norrænu hér á landi.

Kannski skýrir það eitthvað að sú ferðaskrifstofa er í sameiginlegri eigu Íslendinga og Færeyinga en þær siglingar sem Nærræna er að bjóða upp á í samstarfi við hið margverðlaunaða skipafélag Norwegian Cruise Line eru oft á tíðum langlægsta verðið á hinum ýmsu siglingum í samanburði við aðra hérlendis.

Dæmi um þetta er tæplega tveggja vikna ferð/sigling sem í boði er í febrúar næstkomandi frá Barcelona en þaðan er siglt til Kanaríeyja og Madeira. Slík dásemdarferð kostar 280 þúsund krónur á mann miðað við tvo saman í innriklefa og aðeins 325 þúsund á mann í klefa með svölum. Ekki gefins en fjarri því neitt okur heldur.

Ekki skal koma á óvart að vinsældir þeirrar ferðar voru slíkar að hún seldist upp en Norræna hefur bætt við einni ferð vegna vinsældanna og þar laus pláss. Tvímælalaust með betri ferðadílum sem fást næstu mánuðina hérlendis.

Allt um þetta hér.