Allt er þegar þrennt er segir eitthvað aumlegt máltæki sem við hér skiljum ekkert í. Það hins vegar staðreynd að þriðja daginn í röð, sem við gerum tékk, er Icelandair alls ófært um að koma rellum sínum í loftið á tilsettum tíma frá Keflavík.

Því má næstum slá föstu að vélar Icelandair eru ALDREI á réttum tíma.

Svona gróflega þennan daginn, 13. júní, má segja að vélar flugfélagsins séu þetta fimmtán mínútum á eftir áætlun í loftið. Sumar talsvert lengur en það. Farþegar Icelandair geta næstum því naglfest að fá þetta 15 til 30 mínútur aukalega í yndislegri Leifsstöð með sinni fádæma hagstæðu verðlagningu.

…eða það sem betra er; sofa aðeins lengur út á morgnana sem er töluvert vænlegri næring fyrir líf og limi en að hanga á barstól í Leifsstöð.

En merkilegt nokk eru alvöru flugfélög að fljúga frá Keflavík líka. Til dæmis vekur sérstaka athygli að á meðfylgjandi lista yfir brottfarir Icelandair langt á eftir áætlun er ein vél sem fer í loftið LANGT Á UNDAN ÁÆTLUN!!!

Nú máttu geta hvort það flugfélag er íslenskt eður ei…