Athygli vakti fyrir tæpri viku þegar Fararheill gagnrýndi ferðaskrifstofuna Úrval Útsýn fyrir að lækka ekki verð á fjórum forfallasætum í jólaskíðaferð til Austurríkis. Samkvæmt heimildum sat ferðaskrifstofan uppi með lausu sætin þegar upp var staðið.

Enginn flaug með Úrval Útsýn til Salzburg á laugardaginn var samkvæmt heimildum Fararheill
Enginn flaug með Úrval Útsýn til Salzburg á laugardaginn var samkvæmt heimildum Fararheill

Þessi grein hér um málið vakti athygli en þar bentum við á að galið væri að selja 800 þúsund króna skíðaferð fyrir fjóra með rúmlega fjögurra daga fyrirvara eins  og Úrval Útsýn gerði þrátt fyrir að vera búin að fá ferðina að fullu greidda frá þeim aðilum sem svo forfölluðust.

Þarna hafði ferðaskrifstofan kjörið tækifæri til að gera eins og eitt góðverk fyrir jólin og bjóða annaðhvort duglegan afslátt eða hreint og beint gefa ferðina. Tapið yrði ekkert fyrir ferðaskrifstofuna enda ferðin greidd og auðvelt að gleðja fjóra einstaklinga með slíku lagi og það rétt fyrir hátíð ljóss og friðar.

En neibb. Enginn áhugi á því að láta gott af sér leiða.

Sem skýrir kannski hvers vegna skíðaferðin breyttist í laus flugsæti þann 18. desember, tæpum tveimur sólarhringum fyrir brottför, og ekki voru þau flugsæti á neinum kostakjörum heldur. Nú herma heimildir okkar að þau flugsæti hafi alls ekki selst þegar allt kom til alls.

Kannski trúir enginn hjá ferðaskrifstofunni að sælla sé að gefa en þiggja. Eigandinn enda orðið uppvís að því að svindla á Íslendingum um árabil og aldrei beðist afsökunar.