Það líður að því að skandinavíska flugfélagið SAS hefji beint flug milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar. En úttekt Fararheill sýnir að SAS er úti á þekju í verðlagningu. Hún sýnir líka að ódýrara er að fljúga til okkar gömlu höfuðborgar með Icelandair en Wow Air.

SAS langaftast á meri til Köben í sumar
SAS langaftast á meri til Köben í sumar

SAS hefur lengi boðið okkur upp á beint flug til Oslóar en nú loks skal færa út kvíar og bjóða Köben líka í beinu flugi.

Ritstjórn Fararheill fagnar allri samkeppni af ákafa enda það hið eina sem heldur fargjöldum niðri og kemur í veg fyrir níðingshátt fákeppnisaðila sem allir eldri en tvívetur þekkja af reynslu hérlendis. En við klórum okkur vel í hausnum yfir SAS. Flugfélagið er svo fjarri því að vera samkeppnishæft til Kaupmannahafnar.

Þangað eru jú bæði Icelandair og Wow Air að fljúga daglega og ekki þarf mikla vitsmuni til að átta sig á að þau íslensku verja þá leið með kjafti og klóm enda Köben ein allra vinsælasta flugleið beggja flugfélaga. Sem kannski skýrir hvers vegna þau íslensku bjóða mikið mun lægra verð á flugi en nýi samkeppnisaðilinn þetta sumarið.

Eins og sjá má á meðfylgjandi töflu er SAS eiginlega ekki í sömu deild og Icelandair og Wow Air. Hér um að ræða flug aðra leið fyrir einn á lægsta mögulega verði sumarmánuðina þrjá. Við bætum við tösku hjá Wow Air svo allt sé nú rétt. Verð kórrétt kl. 21 þann 16. mars 2016.