Skip to main content

Mörg ykkar getið lítt hugsað ykkur að bregða undir betri fætinum í sumarfrí strax í lok maí eða byrjun júní og fyrir vikið þarf oft að greiða allt að því tvöfalt verð fyrir sams konar ferð mánuði síðar í júlí eða ágúst. Það á við um sérdeilis fína ferð til Sardiníu í vikustund á tilboðsverði þessa dagana.

Ein af betri ströndum Ítalíu aftur og aftur er Costa Smeralda. Mynd Andrea

Ein af betri ströndum Ítalíu aftur og aftur er Costa Smeralda. Mynd Andrea

Fararheill hefur áður fjallað um strandlengju á Sardiníu sem nefnd er Costa Smeralda en það hefur lengi verið einn heitasti áfangastaðir ítalskra stórstjarna og segir sitt að hér á hinn rammspillti Silvio Berlusconi býli eitt mikið og heldur reglulega partí sem rata beint á síður gulu pressunnar.

En gjörspilltur fyrrum forsætisráðherra þarf ekkert að varpa skugga á ferð hingað. Sérstaklega ekki á tilboðsverði. Það á við um vikuferð sem býðst annaðhvort í lok maí eða byrjun júní á fjögurra stjörnu hótel hér með hálfu fæði, farangri og flugi vitaskuld frá London og til baka. Lítt verra að 15% afsláttur er á öllum drykkjum svona ef einhverjum skyldi detta í hug að fá sér.

Í þessu tilfelli eins og mörgum öðrum sem Fararheill bendir á þarf að koma sér og sínum til London og á Heathrow í þessu tilfelli en það ferðalag sjaldan verið jafn ódýrt og einfalt og nú. Flug báðar leiðir finnast umræddan tíma kringum 30 til 35 þúsund á mann.

Sá kostnaður bætist þá ofan á 136 þúsund króna ferðina til Sardiníu. Sem er nokkurn veginn helmingi lægra verð en greiða þarf fyrir vikutúr á Costa Smeralda í júlímánuði á háannatíma.

Allt um þetta hér.