Leiða má líkur að því að þeir sem haldið hafa til Frakklands síðustu dægrin eigi rétt nóg fyrir salti í grautinn nú um stundir. Þið hin gætuð aldeilis nýtt ykkur fínustu sumartilboð flugfélagsins Norwegian næstu mánuðina.

Sem fyrr má spara fúlgur fjár með Norwegian en það kostar alltaf millilendingu í Osló.
Sem fyrr má spara fúlgur fjár með Norwegian en það kostar alltaf millilendingu í Osló.

Hin „fræga“ sumarútsala lággjaldaflugfélagsins norska er hafin og við höfum fræga innan gæsalappa sökum þess að lengi vel geymdu Norðmenn öll ferðaplön sín þangað til umrædd sumarútsala hófst. Það liðin tíð nú en breytir ekki því að hafi fólk hug á öðru en Mallorca, Benídorm, Antalya eða Kanarí er óvitlaust að skoða það sem Norsarinn er að bjóða.

Auðvelt að fá vatn í munn við flug aðra leið frá Osló til Sardiníu í ágúst eða september niður undir fimm þúsund íslenskar krónur. Ekki síður spennó að skjótast til Split í Króatíu fyrir sex þúsund kallinn aðra leið. Nú eða til Möltu aðra leiðina með haustinu á sama prís.

Hér auðvitað aðeins um flug að ræða frá Osló og inn í vantar farangur, ef einhver er, plús þá flug til Osló og heim þaðan. En með sæmilegum fyrirvara má komast til norsku höfuðborgarinnar á vel innan við tuttugu þúsund krónur og þaðan á vit ævintýra án þess að fara alveg með arfinn.

Sjálfsagt að kíkja á þetta hér.