Hiti og sól hlýja íbúum hinum megin á hnettinu þessi dægrin og í borgum Brasilíu eyða menn þessum degi í hátíðarhöld og veislustand sem jafnast á við stemmarann á sjálfri Kjötkveðjuhátíðinni.

Sambadansar og taktar eðlilega teknir á hverju götuhorni eða því sem næst allavega í miðbæjum stærstu borga en langstærst er hátíðin í Ríó.

Sambalestin fræga, sú sama og ekur um borgina á Kjötkveðjuhátíðinni, rúllar í Ríó frá brautarstöðinni, Central do Brasil, og inn í Oswaldo Cruz hverfið þar sem allt tryllist í trylltum dansi og trommuslætti eins lengi og menn geta.

Þess má geta að sambadansinn þykir vera þjóðleg hefð í Brasilíu og full virðing er sýnd öllum sem hann dansa.