Afskekkt og róleg sveit í Frakklandi er fjarska ólíklegur staður fyrir brennheita salsaveislu þar sem suðræn sveifla og ástríður ráða ríkjum. Engu að síður er smábærinn Vic-Fezensac í suðvesturhluta Frakklands staðsetning einnar stærstu slíkrar hátíðar sem fram fer í heiminum.

Suðræn sveifla ræður ríkjum í suðvestur Frakklandi eina helgi á ári
Suðræn sveifla ræður ríkjum í suðvestur Frakklandi eina helgi á ári

Ekki er alveg á hreinu hvers vegna þessi ákveðni franski smábær komst á spjöld salsa-sögunnar en þar er hann og fjölgar ár frá ári þeim sem þangað fara pílagrímaferðir til þess eins að dansa villt út í eitt.

Það sem meira er, hingað koma öll stærstu nöfnin í suðrænni tónlist og stíga á stokk. Öllu skemmtilegra að sveifla mjöðmum villt og galið næturstund við lifandi tónlist en ekki.

Auðvitað er engin salsa hátíð merkileg nema fólk klæði sig upp og glimmer og glitbúningar ýmis konar algeng sjón í Vic Fezensac þá daga sem hátíðin stendur yfir en misjafnt hefur verið hvort hún stendur í þrjá daga eða heila viku.

Heimasíða hátíðarinnar hér.