Ekki ýkja langt frá hinni glæsilegu Notre Dame kirkju stendur önnur kirkja, ekki mikið síðri, og sérstaklega glæsileg nú en tólf ára viðgerðum á Église Saint-Sulpice kirkjunni í Lúxemborgarhverfinu er lokið.

Eftir tólf ára viðgerðarstarf er Saint-Sulpice kirkjan í París sem ný en hún er ekki síðri skoðunar en Notre Dame. Mynd Chris Cabot
Eftir tólf ára viðgerðarstarf er Saint-Sulpice kirkjan í París sem ný en hún er ekki síðri skoðunar en Notre Dame. Mynd Chris Cabot

Reyndar hefur frægt Saint-Sulpice sjaldan verið meiri en undanfarin ár með tilkomu hinnar vinsælu bókar Dan Brown, Da Vinci Lykillinn, en þar var einmitt Saint-Sulpice í lykilhlutverki. Átti þar sérstakt sólúr kirkjunnar að tákna hádegisbaug Parísar og vera mikilvæg vísbending söguhetju bókarinnar.

Í raunveruleikanum er kirkjan bæði falleg og tignarleg að sjá og inni er að finna ýmis listaverk og freskur sem forvitnilegt er að skoða. Stærsta aðdráttaraflið er þó eitt allra stærsta pípuorgel heims frá árinu 1781 og telur hvorki fleiri né færri en tæplega 6.600 hljóðpípur.

Þá finnst mörgum forvitnilegt að vita að hér gifti sig Victor nokkur Hugo og markgreifinn De Sade og Baudalaire voru hér skírðir.