Hvort hægt er að draga einhvern lærdóm af þeirri staðreynd að langvinsælasti áfangastaður ferðamanna í Dublin og reyndar á Írlandi öllu eru Guinness bjórverksmiðjurnar skal ósagt látið.

Guinness verksmiðjan er aðdráttarafl númer eitt, tvö og þrjú í Dyflinni
Guinness verksmiðjan er aðdráttarafl númer eitt, tvö og þrjú í Dyflinni

Skoða má tölur um vinsælustu ferðamannastaðina í Dublin töluvert mörg ár aftur í tímann og þar er allt á sömu bókina lært.

Gömul saga og merkileg sem spannar allt frá sólhofum til hljómsveitarinnar U2 situr kyrfilega fyrir aftan bjórinn dökka hvað áhuga fólks varðar.

Lítill skortur er á augnkonfekti ýmsu í Dublin enda stórborg með talsverða sögu en rammgirtar og fráhrindandi reykspúandi verksmiðjur Guinness er það sem 70% allra ferðamanna til Dublin langar mest að sjá og eru verksmiðjurnar í sérflokki hvað þann áhuga varðar í öllu landinu.

Viðskiptafræðingar fyrirtækisins voru fljótir að koma auga á þennan áhuga og tekjulind og kostar rúntur um brugghúsið með leiðsögumanni langleiðna í þrjú þúsund krónur.. Hægt er reyndar að kaupa miða með fyrirvara gegnum heimasíðu þeirra og fá afslátt en aðgangseyrinn er í dýrari kantinum miðað við brugghús. En það er jú smá smakk innifalið.

Leave a Reply