Alltaf er tilefni til að opna kampavín og blása blöðrur, þó ekki endilega í þessari röð, þá sjaldan okkur Íslendingum bjóðast nýir og ferskir áfangastaðir í heiminum í beinu flugi.

Það gerist í júní þegar Icelandair hefur flug til St.Pétursborgar í Rússlandi og nú býður flugfélagið safaríkt tilboðsverð á kjörtíma í fyrstu ferðirnar.

Sennilega vegna þess að um glænýjan áfangastað er að ræða þá stendur tilboð flugfélagins, 18.900 krónur aðra leið, í eina átta daga svo áhugasamir þurfa ekki að liggja yfir netinu lon og don þegar Icelandair hentar.

Þó má gera ráð fyrir að pakkað verði í þessar ferðir því ekki er flogið oftar en tvisvar í hverri viku fram í byrjun september. Það er því vænlegra en ekki að ákveða sig fyrr en seinna jafnvel þó tilboðið verði í gildi til áttunda febrúar. Tilboðið nær til allra ferða á tímabilinu 1. júní til 16. júlí.

Þetta er fyrirtak. Ekki aðeins er St.Pétursborg stórkostleg heimsóknar heldur og er hún ekki jafn níðþung á pyngjunni og til að mynda Moskva. Þá skemmir ekki fyrir að flugtími til borgar Péturs er ekki mikið lengri en þrjár klukkustundir og því um skottúr um að ræða.

Sá galli er hins vegar á að Rússarnir eru eftirbátar í flestu og því þarf að arka í sendiráð landsins í Garðastræti í Reykjavik fyrir ferð til að vera sér úti um vegabréfsáritun. Nánar um það hér.

Heimasíða Icelandair hér.