Allt í lagi. Kannski yrðu ekki allir hrifnir af ársbirgðum af bjór en réttið upp hönd ef 20 milljónir plús heilla þig ekki. Það er upphæðin sem í boði er ef þú getur sannfært fimm dómara á fimm mínútum að mesta lygi heims sé heilagur sannleikur!

Hljómar ekki illa eða hvað? Það er í raun og veru slík keppni til en sú fer fram ár hvert á barnum Bridge Inn í smábænum Santon Village í Cumbríu í Englandi. Þar fá allir sem vilja, nema lögfræðingar og stjórnmálamenn, að taka þátt og hafa margir reynt að ljúga dómarana blindfulla án árangurs hingað til. Sögurnar sem þar fljóta hljóta þó að vera skemmtilegar í meira lagi en keppnin er ein af tíu skemmtilegustu samkeppnum að mati höfunda bókarinnar Wacky Nation sem út kom á árinu.

En Heimsins mesti lygarinn (Worlds´biggest lier championship) samkeppnin er ekki það eina sem þú getur tekið þátt í sé sá gállinn á þér. Sunnar í Cumbríu héraði fer fram Grettukeppni (World Gurning Championships) þar sem bestu gretturnar fá flest atkvæðin. Sjá hér.

Enginn heilvita golfari vogar sér í Brjálað golf í Hastings í Sussex héraði sem er blanda af „brjáluðu“ golfi og minigolfi. Sigurvegarinn þarf að kunna að senda golfbolta rétta leið…með krikketkylfu. Verðlaunin engu að síður 20 milljónir króna sem fáir atvinnumenn gætu ekki eytt kærðu þeir sig um. Nánar hér.