Einu sinni átti Eurostar hraðlestin að breyta öllu varðandi ferðalög milli Englands og meginlands Evrópu en það byggt á því að um fleiri leiðir yrði að ræða en London París eða London Brussel og öfugt. Nú bætast loks við fleiri borgir.

Svo mikið indælla að ferðast með lest en flugvélum að okkar mati. Mynd Jasin

Þær borgir eru Rotterdam og Amsterdam í Hollandinu góða. Frá og með apríl næstkomandi býður Eurostar beinar ferðir milli hollensku borganna og London og lægsta verð allt niður í rúmar þrjú þúsund krónur aðra leiðina. Ferðatíminn þrjár klukkustundir til Rotterdam frá London og þrjár og hálf klukkustund til Amsterdam og öfugt vitaskuld líka.

Hvers vegna fjalla sérstaklega um þetta kann einhver að spyrja. Hvers vegna ættu Íslendingar að notfæra sér lestarferðir milli London og Amsterdam?

Jú, sökum þess að héðan er feit og mikil samkeppni í flugi til London sem náttúrlega þýðir lægri fargjöld. Það ekki raunin til Hollands því þar er samkeppnin skorin við nögl og fargjöld almennt dýrari en til London þó flugið per se hvora leið sé aðeins tuttugu mínútum lengra.

Einn úr ritstjórn sparaði sér rúmar 20 þúsund krónur með því að taka lestina til London frá Brussel hér einn daginn sumarið 2017 og taka flugið heim frá London umfram það sem það kostaði að fljúga beint frá Brussel.

Það kann að hljóma lítt eftirsóknarvert fyrir þriggja tíma aukarúnt og það plús því það þarf að skottast frá miðborg Lundúna og á flugvöllinn í ofanálag. En þá kemur á móti að sama aðila finnst hundraðfalt yndislegra að flakka um í lest en flugvél og vitaskuld töluvert meira að sjá á leiðinni. Kannski finnst þér það líka 😉