Ferðaþjónustuaðilar í París leggja gjarnan sín lóð á vogarskálarnar til að viðhalda þeirri ímynd að París sé hin raunverulega borg ástarinnar. Það er auðvelt að trúa slíku líðandi að kvöldi til um Signufljót með góðan mat fyrir framan sig og glas af kampavíni í hönd.

Hægt að gera ástvini mun verri leik en bjóða út að borða líðandi um Signu í París
Hægt að gera ástvini mun verri leik en bjóða út að borða líðandi um Signu í París

Sigling um Signu er sennilega á dagskrá margra sem París heimsækja enda um auðugan garð að gresja þar þó reyndar sé nú ánægjan af slíkri upplifun almennt minni en margur heldur. Það fer þó auðvitað eftir félagsskapnum að einhverju leyti.

Sé rómantík í lofti en peningalítið í veski gæti verið sniðugt að rífa upp þennan eina seðil sem eftir er og punga út fyrir kvöldsiglingu um Signu með fljótabátnum Capitaine Fracasse. Það er einn af betri bátum sem þar sigla um og þegar kvölda tekur fer kokkurinn um borð að malla þríréttaðan veislumat og prúðbúnir þjónar taka fram vín sem vel eiga heima með slíkum mat.

Kvöldverður með hálfri flösku af kampavíni plús tveggja stunda bátstúr með Capitaine Fracasse fyrir um 12 þúsund krónur eða svo á mann. Auðvitað ekki gefið en duglegur afsláttur og hver er svo sem að horfa í krónur og aura þegar ástvinur er annars vegar?

Bókað á vef Capitaine Fracasse hér.