Þeir sem dvalist hafa á grísku eyjunum eða tyrkneskum strandstöðum vita sem er að oft er þaðan hægt að hoppa um borð í fallegar skútur og eyða dagsstund á unaðslegri siglingu. En hvernig líst þér á slíka siglingu í heila viku?

Hætt er við að rómantík blossi upp um borð í slíkri skútu í vikutíma. Mynd Travelbird
Hætt er við að rómantík blossi upp um borð í slíkri skútu í vikutíma. Mynd Travelbird

Það heillar okkur hér á ritstjórn enda gjörólíkt hefðbundnu og oft innantómu strandlífi. Stór plús líka að hér er ekki verið að tala um nýtísku snekkju heldur viðarbát af því taginu sem notaðir hafa verið við Miðjarðarhafið um aldir.

Flogið er frá Bretlandi til Marmaris í Tyrklandi þar sem skútan siglir frá daginn eftir og þvælist um eyjur, hólma og flóa næstu sjö dagana en þó alltaf við bryggju að næturlagi í hinum ýmsu bæjum á borð við Bozburun, Bencik og Rhodes svo þrír staðir séu nefndir.

Nú gefst tækifæri að eyða vikutíma með fullu fæði um borð í slíku fleyi fyrir svo lítið sem 70 þúsund á mann miðað við tvo saman í klefa en um borð eru átta tveggja manna klefar með eigin salerni og sturtu. Lægsta verð finnst um miðjan apríl en í maí og seinnihluta september er líka hægt að njóta þessa fyrir um 90 þúsund á mann. Yfir hásumarið hækkar verðið þó verulega.

Þar vantar sem fyrr flug til og frá Íslandi sem gróflega ætti að vera kringum 60 þúsund á parið og ferðin í heildina því einhvers staðar í radíus við 260 þúsund á par. Sem er næstum því klink fyrir slíka ferð.

Um að gera að skoða þetta hér.