Hvernig hljómar vikudvöl í skógi vaxinni hlíð með útsýni til hafs og þessa líka fyrirtaks karabíska strönd beint fyrir neðan? Hljómar þetta betur með 40 prósenta afslætti?

Á skalanum 0 til 10 er þessi staður kringum tólf ef þú spyrð okkur. Mynd Castara Retreats
Á skalanum 0 til 10 er þessi staður kringum tólf ef þú spyrð okkur. Mynd Castara Retreats

Það þarf sennilega engan afslátt til að hjarta kulsækinna Íslendinga leiti til Karíbahafsins yfir vetrarmánuðina. En það sakar ekkert.

Breska ferðaskrifstofan Golden Holidays er nú að slá 40 prósent af tilteknum ferðum næstu mánuðina frá London til eyjunnar Tobago og þar gist í því sem kannski er best lýst sem fínustu trjákofum sem má sjá glitta í inn á milli trjánna á myndinni hér fyrir ofan.

Þetta eru einfaldir kofar en með öllu því sem rómantískt par gæti hugsað sér á þessum slóðum. Kerti plús góð rauðvín hér gæti vel gert kraftaverk fyrir kulnuð íslensk sambönd ef því er að skipta.

Ekkert er innifalið en heldur ekki flókið að verða sér úti um nauðsynjar. Þá er hægt að versla töluvert hér því taka má með heil 30 kíló um borð og auðvitað ferðir til og frá flugvelli innifaldar.

Prísinn frá London? Frá 133 þúsund krónum á mann miðað við tvo. Það setur engan á hausinn.

Nánar hér.