Í Bretlandi er, eins og við höfum áður sagt frá, ýmis konar tilboð tengd Svarta föstudeginum, Black Friday, í boði og það næstu daga í mörgum tilfellum þó föstudagurinn umræddi sé liðinn. Eitt slíkt er þriggja daga skottúr til Rómar þar sem gist er á eðalfínu fjögurra stjörnu hóteli miðsvæðis. Og verðmiðinn ætti ekki að standa í neinum.

Borgin eilífa kemur eilíft á óvart nenni fólk að þvælast um.
Borgin eilífa kemur eilíft á óvart nenni fólk að þvælast um.

Um er að ræða borgarferðir nú strax í janúar eða febrúar af hálfu hinnar bresku ferðaskrifstofu Broadway. Kostnaður við ferðirnar rétt tæplega 27 þúsund krónur á mann miðað við tvo saman. Sem er í raun aldeilis stórkostlegt verð fyrir flug, hótel og morgunverð í Róm um þriggja daga skeið. Dagurinn kostar einstaklinginn þannig aðeins níu þúsund krónur.

Nú andvarpar einhver kannski enda þurfum við að komast til Englands til að geta nýtt slíkt tilboð. Og þá er ráð að notfæra sér tilboð aðila eins og Wow Air sem er að selja flug fram og aftur til London þessa mánuði alveg niður í tuttugu þúsund krónur eða rétt rúmlega það.

Leggjum það við Rómarferðina og þannig kostar þriggja daga borgarferðin í heildina kringum 50 þúsund krónur á haus eða 100.000 krónur samtals. Við mönum þig til að reyna að finna borgarferð með íslenskri ferðaskrifstofu næstu mánuðina sem kemst nálægt þessu verði.

Tilboðið hérVegvísir til Rómar hér.