„Ferðirnar fóru í sölu í gærkvöldi og það stefnir allt í að það verði uppselt í þær í dag eða á morgun. Þetta er rosaleg ásókn,“

Gaman ferðir segja menn en rándýrir líka
Gaman ferðir segja menn en rándýrir líka

Svo hljóðar inngangur fréttar á Vísi um ferðir til Frakklands næsta sumarið á EM  2016 þar sem íslenska landsliðið etur kappi við Portúgal, Ungverjaland og Austurríki í riðlakeppninni. Þar er vísað til orða forráðamanns Gaman ferða, hvers eigandi djammar reglulega með eigendum Vísis og Fréttablaðsins, sem segir allt að verða vitlaust í sölu.

Þá allavega vitum við að ekki þarf að skoða Frakklandsferðir hjá Gaman ferðum næsta sumarið. Þær eru jú uppseldar að verða. Og hjá Gaman ferðum eru miðar á leikina ekki innifaldir.

Nema hvað! Í ljós kemur að að enginn skortur er hjá Wow Air, eina samstarfsaðila Gaman ferða, á flugferðum til Frakklands næsta sumarið. Þær ferðir kosta reyndar fúlgur, 60 þúsund krónur að meðaltali til og frá París án farangurs. Sem er algjört okurverð að okkar mati.

Nær lagi að hendast inn á vef Icelandair sem býður flug til og frá París niður í 38 þúsund með 20 kíló af farangri meðferðis. Svo bara fara inn þrefaldan heimsmeistara í hótelbókunum, HotelsCombined, hér að neðan og tryggja sér gistingu á þeim stöðum sem um ræðir, St.Etienne, Lyon og París, og voilà. Málið dautt fyrir miklu minni pening en Gaman ferðir eru að heimta.

PS: Fréttablaðið hefði nú gott af því að hætta að birta greinar þar sem vitnað er í einn einstakling sem hefur hagsmuni að gæta. Blaðið er jú komið undir 50 prósenta lestur og það þrátt fyrir að vera gefið rúmlega helmingi þjóðarinnar.