Hótelkeðjan Hilton hefur blásið til mikillar sóknar fyrst stóru hótelkeðjanna. Auglýsir fyrirtækið nú helmingsafslátt af hótelgistingu í fjölda hótela sinna um helgar út árið 2010.

Um er að ræða allar tegundir herbergja og er morgunverður innifalinn í langflestum tilvikum. Er þetta kjörið tækifæri að gista fínt en greiða slikk.

Til að nýta sér tilboðið er þó nauðsynlegt að ganga frá bókun og greiðslu ekki síðar en 31. janúar. Er þó betra að vera fyrr á ferð en seinna þar sem takmarkaður fjöldi herbergja fæst á þessu tilboði.

Sjá umrætt hótel og verð á síðu Hilton hótelanna hér.