A llir vitibornir og þenkjandi menn þekkja tilvist styttanna frægu á Páskaeyju í Kyrrahafinu. Um þær hafa verið gerðar fjöldinn allur af heimilda- og kvikmyndum og flestum þykir mikið til koma. Öllu minna hefur farið fyrir merkilegum styttum á Nemrut fjalli í austurhluta Tyrklands.

Styttur í annan endann. Mynd MrHicks46

Styttur í annan endann. Mynd MrHicks46

Kannski vegna þess að svæðið var aðeins kortlagt alvarlega rétt fyrir síðustu aldamót. Kannski vegna þess að stytturnar eru meira eða minna brotnar og kannski hefur það eitthvað með málið að gera að austurhluti Tyrklands er ekki ýkja hátt skrifaður meðal ferðamanna.

Kannski er óhætt að fyllast lotningu yfir að enn sé eitthvað af styttunum eftir því fræðingar telja að þær hafi verið byggðar og reistar fyrir kristsburð sem gerir þær meira en tvö þúsunda ára gamlar. Það er öllu eldra en þúsund ára gamlar Moai stytturnar á Páskaeyju. Reyndar telja margir að þær hafi verið eyðilagðar af mönnum en ekki veðri og vindum.

Stytturnar á Nemrut fjalli voru 8 – 10 metra háar þegar þær voru reistar og til heiðurs ýmsum guðum á þeim tíma. Hafa þær allar gríska andslitdrætti en þó skreyttar persneskum klæðnaði. Fyrir utan guðina má einnig finna hér magnaðar eftirmyndir af örnum og ljónum og fleiri dýrum sem líklega hafa verið í guðatölu líka.

Stytturnar og staðurinn voru skráð í Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna árið 1987.

Einhvern veginn svona voru þær í upphafi.

Einhvern veginn svona voru þær í upphafi.