Ææææ. Ísraelar og Jórdanir eru nú að súpa seyðið af því að stela hverjum dropa af ferskvatni sem um ár á svæðinu flæðir. Fórnarlambið er hið einstaka Dauðahaf hvers vatnsborð hefur lækkað um 35 metra á 20 árum. Það er þó auðleysanlegt.

Dauðahafinu bjargað frá dauða. Mynd Israel Tourism Ministry
Dauðahafinu bjargað frá dauða. Mynd Israel Tourism Ministry

Gestir við Dauðahafið fræga, sem er saltasta vatn heims, mega eiga von á nokkrum hávaða og truflunum næstu árin. Þar hafa menn nefninlega hafist handa við að bjarga þessu sögufræga vatni en sökum vatnsnotkunar úr ám sem í Dauðahafið renna hefur vatnsborð þess lækkað verulega á síðustu 20 árum eða um rúma 35 metra.

Að óbreyttu hefði það haft í för með sér að Dauðahafið hyrfi af yfirborði jarðar kringum árið 2030. Það slæmar fréttir þó brimsalt vatnið sé ónothæft til drykkjar þá er Dauðahafið einn vinsælasti ferðamannastaður bæði í Ísrael og Jórdaníu en salthafinu er nokkurn veginn skipt til helminga milli landanna tveggja plús agnarögn fyrir Palestínu.

En nú er málinu reddað svo hægt verður að njóta Dauðahafs til dauðadags fyrir þá sem áhuga hafa. Það gert með því að ná í vatn alla leið í Rauðahafið eina 180 kílómetra. Þó framkvæmdin sé mikil og dýr er það einfaldara en halda mætti við fyrstu sýn. Dauðahafið er nefninlega 400 metrum undir yfirborði sjávar enda lægsti punktur jarðarinnar. Vatn frá Rauðahafinu flæðir því hjálparlaust niður á við og bjargar því sem bjargað verður.