Það er ávallt indælt ef veður leyfir og þreyta er í líkama að taka smá pásu frá skrölti um verslanir í London og taka skrefið inn í Hyde Park. Þar ekki aðeins hægt að hvíla lúin heldur og taka inn mannlífið, gróðurinn og jafnvel skoða Kensington höll eins og hægt er.

Fínasti garður og það á sjöundu hæð. Mynd Laura Nolte
Fínasti garður og það á sjöundu hæð. Mynd Laura Nolte

Annar garður, Holland Park, er hér nálægt líka fái fólk upp í kok af malbiki. En svo er hér garður númer þrjú líka. Sá er hins vegar dálítið falinn og fáir vita af honum. Enda hægt að standa í nokkurra metra fjarlægð og hafa ekki hugmynd.

Það helgast af því að hann er á þaki þess sem þekkt er sem Derry & Toms byggingin í Kensington High Street. Kensington Roof Gardens er æði ljúfur staður til að kúpla sig frá hávaða og látum á götum þó ekki sé nema í einn kaffibolla eða svo.

Hann er skrambi stór og var lengi vel stærsti þakgarður heims. Hér eru mikill gróður yfir sumartímann og merkilega lítill hávaði berst að neðan. Hér er ágætt lítið veitingahús þar sem hægt er að grípa te, kaffi og meðlæti og líka eitthvað aðeins sterkara ef svo ber undir.

Garðurinn er alltaf opinn nema þau skipti sem hann er leigður í heild sinni sem kemur fyrir. Sjálfsagt að kíkja sé fólk hér á vappi en inngangurinn sjálfur af götunni er við Derry Street.