Hei, hó, jibbí jei. Sautjándi júní reyndar liðinn og gott betur en Andri Már Ingólfsson, forstjóri Primera Air Group, lofar nú öllum öðrum en Íslendingum gulli og grænum skógum.

Gaman, gaman hjá Primera Air. En fólkið sem kom fyrirtækinu af stað má éta það sem úti frýs. Mynd AviaPro

Flott hjá Andra Má. Nú fær hann heilsíðu hjá breskri útgáfu Frjálsrar verslunar, sem setti gullpinna í kappann á sínum tíma fyrir að vera sérdeilis góð fyrirmynd í að græða peninga.

Verra fyrir okkur Íslendinga, sem erum ástæða þess að fyrirtæki Andra Más, Primera Air, er til og gengur vel. Verra vegna þess að Andri litli er að lofa Bretum lægsta verði á flugi frá Bretlandi til Bandaríkjanna sem nokkru sinni hefur fengist. Við Íslendingarnir sem komum fótum undir þetta fyrirtæki hans fáum áfram að borga yfirverð fyrir flug hingað og þangað.

Samkvæmt breska vefmiðlinum Travel Weekly þá mun hið „danska“ fyrirtæki Primera Air bjóða Bretum upp á allra, allra lægsta verð á flugmiða til Bandaríkjanna sem nokkru sinni hefur sést á byggðu bóli. Þeir ætla meira að segja að pakka saman Norwegian.

Gaman að þessu. Á meðan gefur gullhúðaður viðskiptajöfurinn heimafólki sínu löngutöng með feitari fargjöldum en sést hafa síðan Icelandair var með einokun á flugleiðum til og frá landinu.

Lifi kapítalisminn 😉