Skip to main content

Aðeins einn innlendur fjölmiðill hefur ítrekað varað Íslendinga við að skipta við flugfélagið Primera Air. Aðrir gefið okkur bágt fyrir. En Neytendaráð Svíþjóðar tekur heils hugar undir með okkur hjá Fararheill.

Ekki aðeins er Primera Air að sýna skítlegt eðli sitt á Íslandi heldur líka í Svíþjóð

Þú finnur engar neikvæðar fréttir um Primera Air hans Andra Más Ingólfssonar í fjölmiðlum á Íslandi nema hjá Fararheill. Ástæðan sú að Primera Air auglýsir mikið og ekki síður auglýsir dótturfyrirtæki Primera Air, ferðaskrifstofan Heimsferðir, feitt og mikið. Það má ekki stíga á auglýsandans tær.

Nema illu heilli fyrir Andra Má og Primera Air þá er Fararheill alls auglýsingalaus. Það eru því engir fjármunir að kaupa okkur til að fela sannleikann eins og hjá stærri fjölmiðlum.

Eðli máls samkvæmt finnst okkur alveg kjörið að benda landanum á að þriðja árið í röð er lettneska, fyrrum íslenska, fyrirtækið Primera Group, nálægt toppnum á svörtum lista neytendasamtaka, Allmänna reklamationsnämnden, í Svíþjóð.

Listinn atarna dekkar ferðaskrifstofur og flugfélög sem sýna lítinn eða engan lit í því að koma til móts við ósátta neytendur jafnvel þó opinber neytendaskrifstofa Svía hafi kveðið á um bætur.

Í ljós kemur að flugfélagið Primera Air nær öðru sætinu árið 2016 yfir fjölda kvartana. Sem er jöfnun frá árinu 2014 en þetta skítafyrirtæki virðist hanga ofarlega á lista ár frá ári.

Hversu mikið skítabatterí er Primera Air? Svona mikið og svona mikið.