Þúsundir Íslendinga leggja leið sína til Asíu hvert einasta ár og velflestir skipuleggja ferðir sínar sjálfir. Þeir hinir sömu gætu gert verri hluti en skoða tilboð Finnair frá Helsinki næstu mánuðina.

Í Góa er líka gott að djamma og djúsa…

Finnair hefur aldrei fengið sérstök verðlaun fyrir hagstæð fargjöld gegnum tíðina. Þvert á móti hefur flug með þessu ágæta flugfélagi verið í dýrari kantinum innan Evrópu. Öðru máli gegnir um langflug til Asíu.

Finnair er nú og næstu mánuðina að bjóða æði fín fargjöld fram og aftur frá Helsinki til fjölmarga áfangastaða í Asíu og hægt að fljúga á þeim fargjöldum næstum heilt ár fram í tímann. Sem dæmi má nú finna flug fram og aftur til Góa á Indlandi niður í 75 þúsund krónur, til Bangkok í Tælandi fram og aftur niður í 69 þúsund krónur og til Krabi eða Phuket í sama landi niður í 78 þúsund krónur.

Þessi fargjöld Finnair fara kýrskýrt beint í flokk hagstæðustu fargjalda frá Evrópu til Asíu þessi dægrin. Um að gera að skoða málið ef túr til Asíu er á óskalistanum. Allt um þetta hér og hafið í huga líka að Finnair flýgur líka beint til Asíu frá Stokkhólmi í Svíþjóð eins og sjá má hér.

En ekki staldra lengi við. Tilboðspakkinn gildir aðeins til loka þessa mánaðar 😉