Allir vita af Pattaya í Tælandi og margir vita af Goa á Indlandi sem eru hvoru tveggja staðir þar sem eldri karlmenn eru merkilega oft í fylgd með afar ungum stúlkum og þykir ekki tiltökumál. Færri vita hins vegar að fráskildar miðaldra konur eiga líka sinn stað.

Upplyfting í flæðarmálinu á Balí. Á stöku stöðum á eynni er kvenfólk mikill meirihluti ferðamanna
Upplyfting í flæðarmálinu á Balí. Á stöku stöðum á eynni er kvenfólk mikill meirihluti ferðamanna

Balí heitir sá og er velþekktur sumarleyfisstaður en minna hefur farið fyrir umfjöllum um hvers konar ferðamenn það eru sem sækja Balí heim í hvað mestum mæli. Þar fer nefninlega mjög mikið fyrir kvennahópum sem eru að leita sér að léttu gamni og helst með innfæddum.

Ástæða þessara miklu vinsælda ekki ýkja flókin. Hún heitir Borða, biðja, elska. Það er hin geysivinsæla skáldsaga Elizabeth Gilbert sem kom út fyrir nokkrum árum síðan og kvikmynd í kjölfarið. Sú fjallaði einmitt um konu sem komin var með nóg af baslinu í vesturheimi og yfirborðskenndum karlmönnum og stakk af til Balí. Þar fann hún hamingjuna á augabragði eða svo.

Fyrir þann tíma var enginn skortur á ferðamönnum á Balí en síðustu þrjú til fjögur ár hefur orðið algjör sprenging og þar konur í meirihluta. Athyglisvert er að lesa viðtal við höfund vegvísis Lonely Planet um Balí þar sem hann fórnar höndum yfir þeim fjölda kvenmanna sem sækja nú eyjuna heim í von um fanga sams konar hamingju og söguhetja Gilbert upplifir. Hann segir fjöldann hreina plágu eins og lesa má um hér.