Margur er knár þótt hann sé smár. Fátt sannar það betur en hinn frægi Mannekin Pis í Brussel, sem sumir kalla bara pissustrákinn, en styttan atarna er efalítið þekktasta tákn Brussel borgar þrátt fyrir 60 sentimetra smæð sína.

Jeannette Pis er kannski ekki allra en þó jafn eðlileg og bróðirinn Mannekin. Mynd JeanettePis.com
Jeanneke Pis er kannski ekki allra en þó jafn eðlileg og bróðirinn Mannekin. Mynd JeanettePis.com

Það er reyndar ekki aðeins styttan ein og sér sem heillar bæði borgarbúa og ferðamenn til Brussel þó falleg sé. Það þykir ekki heldur dapurt að vita hvernig Mannekin Pis klæðist frá degi til dags en nokkrum sinnum vikulega fær kappinn ný föt en þó ekki keisarans.

Fataskiptin er reyndar eitthvað sem jafnréttissinnar verða að færa til betri vegar því hópur sem fannst heldur mikið hallað á kvenkynið lét smíða svipaða styttu af stúlku í því skyni að jafna kynjahlutföllin.

Systirin, sem einnig er sípissandi, heitir Jeanneke Pis og finnst í Impasse de la Fidélité götu sem er í sömu fjarlægð frá Grand Place og bróðirinn en hinu megin við. Jeanneke hefur þó enn ekki fengið neinn fatnað til að hylja nekt sína og kannski þess vegna sem frægð hennar er öllu minni en bróðurins hingað til.