Með fullri virðingu fyrir öðrum fögrum borgum heims eru vandfundnar yndislegri borgir en París til að þvælast um og gleyma stressi og streitu heimafyrir. Og nú er hægt að njóta borgarinnar á nokkuð sérstaklegan hátt í tuk-tuk vögnum.

Til eru verri hlutir en þvælast frítt um París með tuk tuk vögnum sem þar eru nú í rekstri og verða áfram
Til eru verri hlutir en þvælast frítt um París með tuk tuk vögnum sem þar eru nú í rekstri og verða áfram

Tuk-tuk vagna þekkja velflestir þeir sem ferðast hafa um lönd Asíu en í Víetnam, Tælandi og Kambódíu, svo dæmi séu tekin, eru slík farartæki bæði vinsæl og ódýr. Þá hafa slíkir fararskjótar skotið upp kollinum í Reykjavík líka af öllum stöðum.

Slíkir vagnar hafa þó almennt ekki sést mikið á götum evrópskra borga en það breyttist í París fyrir nokkrum árum þegar einir 40 tuk-tuk vagnar birtust á götum borgarinnar. Vakti ekki litla athygli heldur að það var frítt að ferðast með þeim um hálfs árs skeið.

Það er ekki frítt lengur en þó situr fargjaldið varla lengi í fólki sem vill prófa eitthvað aðeins öðruvísi. Ýmsir túrar í boði og hver 30 mínútna rúntur kostar þetta tvö til þrjú þúsund krónur á mann. Vagnana er líka hægt að leigja til að skjótast með frá A til B en varla fljótlegasta leiðin.

Heimasíða Paris-Tuk-Tuk hér.