Icelandair hefur formlega kynnt leiðakerfi sitt fyrir árið 2015 og kennir þar ýmissa grasa. Enn ein borgin á vesturströnd Bandaríkjanna bætist við leiðakerfið en það er Portland í Oregon en áætlunarflug fellur niður til hinnar rússnesku Pétursborgar.

Leiðakerfi Icelandair á næsta ári en þarna vantar inn Anchorage í Alaska.
Leiðakerfi Icelandair á næsta ári en þarna vantar inn Anchorage í Alaska.

Engum skal koma á óvart að Rússland sé úti enda ráðamenn þar að ganga af göflum í öllu tilliti. Undarlegra þó að flugfélagið bætir við þriðja áfangastað sínum í norðvesturhluta Norður Ameríku. Reglulegt flug verður í boði frá Keflavík til Seattle, Vancouver og nú Portland á næsta ári en aðeins ein til þrjár klukkustundir eru milli þessara borga í keyrslu. Skiljanlegt þó að því leyti að á þessu svæði eru hvað hæst laun í Bandaríkjunum og fólk því með meira milli handanna.

Að öðru leyti fjölgar ferðum til helstu staða og gera forsvarsmenn sér vonir um að ná að flytja 2.9 milljónir farþega á næsta ári. Það er tólf prósenta aukning frá yfirstandandi ári.