Við upphaf síðari heimsstyrjaldar krafðist ítalski einráðurinn Mussolini að Grikkir lýstu yfir fullum stuðningi við Ítali og um leið veittu Ítölum fullt leyfi til að hersetja Grikkland án átaka. Annars hótaði Mussolini öllu illu og víst voru herir hans margfalt stærri og öflugari en þeir grísku.

Engu að síður svaraði forsætisráðherra Grikklands á þeim tíma aðeins með einu orði, Oxi, sem síðan hefur orðið að herópi Grikkja og deginum ákaft fagnað sem opinberum degi hátíðarhalda. Oxi þýðir nefninlega Nei og er í hugum Grikkja til marks um þann þjóðernisneista sem í brjóstum landsmanna býr.

Þó tilefnið sé alvarlegt nota Grikkir daginn til að fagna sjálfstæði sínu og fara fram tónleikar, markaðir og margvíslegir viðburðir aðrir til að marka þennan atburð. Mest eðlilega í borgum landsins en víðast hvar, jafnvel í smáþorpum, má finna fólk sem fagnar deginum.