Fyrir ári síðan hefði engum þótt neitt merkilegt að fljúga til og frá Kanaríeyjum fyrir 30 þúsund kallinn. Það var jú þokkalega algengt verð fram og aftur með Wow Air á þær slóðirnar. Svo er ekki lengur en ferðaskrifstofan Heimsferðir er að bjóða akkúrat þetta verð fram og aftur þessa stundina.

Svo þig langar að lengja í góðu sumri? Óvitlaust að skella sér á flugtilboð Heimsferða. Mynd Lanzarotetourism

Alltaf betra að borga minna en meira fyrir flug og ferðir og nú er lag fyrir innlendinga því sumarið hefur verið frábært og mun færri skottast erlendis í sólina en alla jafna. Það merkir að hinar og þessar innlendar ferðaskrifstofur eru nú farnar að bjóða afslætti sem bragð er af og óvitlaust að grípa gæsina ef fólki langar að lengja í þessu ljúfa íslenska sumri. Þar á meðal flug fram og aftur til Tenerife, Malaga, Alicante og Mílanó á næstunni fyrir þrjátíu þúsund kallinn fram og aftur.

Ekki slæmur díll ef þú spyrð okkur jafnvel þó ekki sé farangur innifalinn í verðinu og ekki skemmir fyrir að Andri Már Ingólfsson, megaræfill, er ekki lengur við stjórnvölinn hjá Heimsferðum.

Nánar hér.