Svo margir staðir, svo lítill tími. Það er það súra við að halda alltaf á sama staðinn í sumarfríinu að þó góður sé eru mörg þúsund aðrir staðir það líka sem þú veist kannski ekkert af eða um. Héraðið Puglia á Ítalíu er eitt þeirra sem sjaldan trekkir mikinn fjölda ferðafólks.

Hlutfallslega er flesta ítalska staði á heimsminjaskrá að finna í hinu indæla Puglia héraði landsins. Skjáskot
Hlutfallslega er flesta ítalska staði á heimsminjaskrá að finna í hinu indæla Puglia héraði landsins. Skjáskot

Þar með ekki sagt að hér séu ekki ferðamenn á hverju strái. Þeir eru það yfir sumarmánuðina en ekki í þeim mæli að eftir sé tekið. Ekki í þeim mæli að raðir séu inn á merkilegustu söfnin eða barist um sólbekkina á fallegum ströndunum.

Puglia, stundum kallað Apulia sem er gamla latneska nafnið, er héraðið hinu megin við Campania hérað í suðurhluta landsins. Napolí er höfuðborg Campania til að setja það í samhengi. Puglia er með öðrum orðum „hællinn“ á Ítalíuskaganum.

Til Puglia teljast til að mynda borgirnar Lecce og Bari en sú fyrrnefnda er kölluð Flórens hin syðri af Ítölum sjálfum og segir það sitt. Hér líka smærri og enn yndislegri borgir á borð við Trentino og Brindisi.

Sem fyrr er það barátta við vindmyllur að lýsa dásemdum staða í orðum einum saman. Myndir hins vegar gætu kveikt ástríðu í hjarta á sekúndubroti. Eins og til dæmis þetta ágæta myndband sem einn heimamaður hefur sett saman um hérað sitt Puglia.

Moments of Puglia from Oliver Astrologo on Vimeo.